Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 01. október 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Hefur horft á markið sitt yfir 100 sinnum
Sheriff Tiraspol fagnar ótrúlegum úrslitum.
Sheriff Tiraspol fagnar ótrúlegum úrslitum.
Mynd: Getty Images
Sebastien Thill, leikmaður Sheriff Tiraspol í Moldavíu, segir að hann hafi þegar horft á sigurmarkið sem hann skoraði gegn Real Madrid yfir 100 sinnum.

Sheriff var ótrúlegan sigur en markið sem Thill skoraði var glæsilegt. Þessi 27 ára landsliðsmaður Lúxemborgar hefur svifið um á bleiku skýi síðan hann skoraði.

„Margir vina minna hafa sett markið á netið og alltaf þegar ég opna símann minn þá sé ég markið. Ég hef séð það yfir 100 sinnum núna!" segir Thill.

Sheriff hefur unnið báða leiki sína í riðlakekpni Meistaradeildarinnar og mætir Ítalíumeisturum Inter í næstu umferð.

„Við skoðuðum Real Madrid vel og vissum að við gætum unnið leikinn. Þjálfarinn okkar sagði okkur að óttast ekki að spila boltanum og við þyrftum að njóta þess að spila gegn svona stórliði á risastórum leikvangi. Við erum minnsta félagið í Meistaradeildinni svo við höfðum engu að tapa," segir Thill.
Athugasemdir
banner
banner
banner