Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. október 2021 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Bikarúrslit kvenna og undanúrslit karla
Breiðablik mætir Þrótti í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.
Breiðablik mætir Þrótti í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltasumrinu á Íslandi er senn að ljúka. Þrír leikir fara fram um helgina.

Í kvöld fer fram úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna er Breiðablik og Þróttur mætast. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl 19:15.

Breiðablik vann Val í undanúrslitum 4-3 í ótrúlegum leik þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma. Þróttur vann öruggan 4-0 sigur á FH.

Á morgun mætast ÍA og Keflavík í hádeginu og Vestri og Víkingur mætast á Meistaravöllum kl 14:30 þar sem heimavöllur Vestra á Ísafirði er ekki leikfær.

föstudagur 1. október

Mjólkurbikar kvenna
19:15 Breiðablik-Þróttur R. (Laugardalsvöllur)

laugardagur 2. október

Mjólkurbikar karla
12:00 ÍA-Keflavík (Norðurálsvöllurinn)
14:30 Vestri-Víkingur R. (Meistaravellir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner