Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. október 2021 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Fín úrslit hjá Íslendingaliðum
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cagliari 1 - 1 Venezia
1-0 Keita Balde ('19 )
1-1 Gianluca Busio ('90 )

Það kom enginn Íslendingur við sögu hjá hinu mikla Íslendingafélagi Venezia í kvöld er liðið tók stig af Cagliari á útivelli.

Keita Balde kom Cagliari yfir snemma leiks og var staðan 1-0 alveg fram í uppbótartíma. Þá jafnaði Bandaríkjamaðurinn Gianluca Busio fyrir Venezia.

Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia. Arnór Sigurðsson er að glíma við meiðsli og svo eru nokkrir ungir Íslendingar í unglingaliðum félagsins, sem situr í 17. sæti með fimm stig. Cagliari er í 18. sæti, einnig með fimm stig.

Þórir Jóhann fékk að spreyta sig en Brynjar ekki
Í ítölsku B-deildinni var annað Íslendingalið í eldlínunni. Lecce vann öruggan sigur á Monza, 3-0. Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem varamaður hjá Lecce undir lokin og varnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður varamaður. Þeir eru báðir í A-landsliðinu fyrir komandi leiki.
Athugasemdir
banner
banner