Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. október 2021 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane: Allir framherjar vilja skora mörk
Mynd: Getty Images
Tottenham vann 5-1 stórsigur gegn Mura í Sambandsdeildinni í gærkvöldi.

Staðan var 2-1 þegar Nuno þjálfari Tottenham gerði þrefalda skiptingu. Hann setti stóru byssurnar inná, Harry Kane, Son og Lucas Moura.

Kane skoraði þrennu, Son og Lucas Moura lögðu upp sitt markið hvor.

Tottenham hefur farið hægt af stað undir stjórn Nuno Espirito Santo og Kane hefur ekki verið líkur sjálfum sér en hann er sagður utan við sig þar sem hann vonaðist til að fara til City í sumar.

Hann hafði aðeins skorað eitt mark á tímabilinu fyrir leikinn í gær.

„Allir framherjar vilja skora mörk," sagði Kane eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ég bjóst ekki við því að koma inná en það var gott að fá nokkrar mínútur. Það er góð tilfinning í hvert skipti sem maður sér boltann fara í netið. Vonandi náum við að byggja ofaná þetta. Það var gott að koma af bekknum og skora nokkur mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner