Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. október 2021 12:52
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn í ensku deildinni fá undanþágu til að geta ferðast til landa á rauðum lista
Roberto Firmino leikmaður Liverpool og Gabriel Jesus leikmaður Manchester City.
Roberto Firmino leikmaður Liverpool og Gabriel Jesus leikmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fá leyfi til að ferðast til landa sem eru á rauðum lista til að spila landsleiki og geta æft og spilað strax eftir heimkomu. Breska ríkisstjórnin hefur gefið sérstaka undanþágu.

Leikmennirnir verða þó að vera fullbólusettir til að fá undanþáguna og fara eftir ströngum reglum varðandi ferðalög og nálægð.

Þeir þurfa að fara í sóttkví í tíu daga við heimkomu en mega einu sinni á dag fara á æfingu eða í leik.

„Við höfum unnið náið með yfirvöldum til að ná útkomu sem félögin og landsliðin geta verið ánægð með. Samt sem áður er sóttvarna gætt. Besta vörnin gegn veirunni er bólusetning og leikmenn sem eru fullbólusettir geta stundað sína vinnu eftir að þeir koma úr landsliðsverkefnum," segir talsmaður ríkisstjórnarinnar.

Í síðasta landsliðsglugga gátu nokkrir leikmenn sem höfðu farið í landsliðsverkefni til landa á rauðum lista ekki spilað með félagsliðum sínum nokkra daga eftir heimkomu þar sem þeir voru í einangrun.
Athugasemdir
banner
banner
banner