Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 01. október 2021 09:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Lögreglan rannsakar mál Arons Einars
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fyrir skömmu upp að nýju rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar en fréttastofa RÚV fullyrðir það.

Aron gaf kost á sér í íslenska landsliðshópinn en var ekki valinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segist hann hafa verið settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ.

„Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu," segir meðal annars í yfirlýsingu Arons.

Samkvæmt heimildum RÚV var lögð fram kæra vegna þessa máls á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli hafi nýverið óskað eftir því að rannsóknin yrði tekin upp að nýju og var það gert.

„Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu," segir í tilkynningu Arons.
Athugasemdir
banner
banner
banner