Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. október 2021 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margrét ráðleggur Þóru: Maður finnur það best sjálfur
Þóra Björg Stefánsdóttir.
Þóra Björg Stefánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir, ein besta fótboltakona sem Ísland hefur átt, tók saman lista yfir fimm leikmenn sem komu henni skemmtilega á óvart í Pepsi Max-deild kvenna í sumar, í Heimavellinum í dag.

Á listanum er Þóra Björg Stefánsdóttir, ungur leikmaður ÍBV. Þóra er fædd 2004 en var í stóru hlutverki hjá Eyjakonum í sumar; hún spilaði 15 leiki og skoraði sjö mörk í deildinni.

Margrét segir að Þóra hafi stigið upp í sumar þegar sóknarmaðurinn DB Pridham fór til Kristianstad í Svíþjóð. „Ég er ótrúlega hrifin af þessari stelpu."

Þóra er ekki bara efnileg í fótbolta, hún er líka efnileg í handbolta. Hún missti af einum deildarleik í sumar þar sem hún var að taka þátt í landsliðsverkefni í handbolta. Hún er bæði í yngri landsliðunum í fótbolta og handbolta.

Margrét, sem er einnig úr Vestmannaeyjum, var í sömu sporum á yngri árum. Hún var spurð að því hvernig það væri að taka svona ákvörðun.

„Þetta er greinilega ofboðslega mikill íþróttamaður og ég er spennt að fylgjast með henni á næstu árum, sama hvað hún gerir - hvort hún velji fótbolta eða handbolta."

„Maður finnur það best sjálfur (hvenær maður þarf að velja). Ég var í þessum sporum. Þetta er erfitt val, eitthvað sem maður getur ekki þvingað fram. Það kemur tímapunktur þar sem maður vill fara að velja. Maður velur frekar rétt ef maður gefur sér tíma í það og leyfir tilfinningunum að koma," sagði Margrét.
Heimavöllurinn Extra: Margrét Lára velur topp 5 sem komu skemmtilega á óvart
Athugasemdir
banner
banner
banner