Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 01. október 2021 15:39
Elvar Geir Magnússon
Morten Beck fer til Danmerkur
Morten Beck kveður FH.
Morten Beck kveður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að miðvörðurinn Guðmann Þórisson verður ekki áfram í liði FH.

Þrír leikmenn til viðbótar eru án samnings eftir tímabilið, þar á meðal er danski sóknarmaðurinn Morten Beck en hann verður ekki áfram.

Hann skoraði eitt mark í átta leikjum fyrir FH í sumar og hefur átt erfitt uppdráttar. Fyrri hluta tímabils var hann hjá ÍA á lánssamningi þar sem hann lék níu leiki án þess að skora.

2019 skoraði hann átta mörk í átta leikjum fyrir FH en náði alls ekki að standa undir væntingum eftir það.

Óvíst er hvort Hjörtur Logi Valgarðsson og Pétur Viðarsson verða áfram í Krikanum.

„Þetta eru hlutir sem við erum að skoða þessa dagana. Morten Beck fer til Danmerkur. Við þurfum að taka stöðuna varðandi hina og sjá hvernig landið liggur. Við þurfum styrkingar hér og þar, og það er eitthvað sem við erum að skoða núna, í tengslum við það hvaða leikmenn við eigum og eru að koma upp hjá okkur. Við erum bara að fara yfir það núna og það er ekkert í hendi," segir Ólafur í viðtali við Vísi.

Í morgun var staðfest að Ólafur verður áfram með FH en Sigurbjörn Hreiðarsson verður væntanlega aðstoðarmaður hans þar sem Davíð Þór Viðarsson hefur stigið til hliðar.

„Að sjálfsögðu er FH klúbbur sem stefnir á að vera við toppinn, það verður engin breyting á því," segir Ólafur við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner