Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. október 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Pablo valinn í hópinn hjá El Salvador - Rétt næði bikarúrslitaleiknum
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed, leikmaður Víkings, var í gær valinn í landsliðshóp El Salvador. Pablo hefur verið frábær með Víkingi í sumar, varð Íslandsmeistari og valinn í lið ársins, og spilar að öllum líkindum með liðinu gegn Vestra í undanúrslitum bikarsins á morgun.

Fari svo að Víkingur sigri Vestra á morgun mun Pablo ekki fá mikla hvíld fyrir bikarúrslitaleikinn.

El Salvador á fyrir höndum þrjá leiki í undankeppni HM og er sá síðasti á heimavelli gegn Mexíkó þann 13. október. Pablo kæmi ekki heim fyrr en á fimmtudeginum 14. október.

Bikarúrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 16. október. Kwame Quee er einnig að fara í landsliðsverkefni með Síerra Leóne.

Pablo hefur þurft að gefa frá sér sæti í landsliðshópi El Salvador eftir að heimsfaraldurinn skall á en nú þarf hann ekki að fara í sóttkví við heimkomu og því bæði einfaldara og öruggara að ferðast.

Fréttin er byggð á grein Vísis.
Athugasemdir
banner
banner