Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. október 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Rashford mættur aftur til hefðbundinna æfinga
Marcus Rashford á æfingu.
Marcus Rashford á æfingu.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, tók sína fyrstu heilu æfingu í dag síðan hann gekkst undir aðgerð á öxl.

Þessi 23 ára enski landsliðsmaður hefur ekki spilað síðan hann kom inn af bekknum í úrslitaleik EM í júlí.

„Marcus æfði í fyrsta sinn í dag heila æfingu með snertingu. Nokkrar tæklingar flugu en hann virtist í fínu lagi. Það var ánægjulegt að sjá," segir Ole Gunnar Solskjær.

Solskjær sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik gegn Everton sem verður á Old Trafford í hádeginu á morgun.

Talað hefur verið um að Rashford snúi aftur út á völlinn eftir landsleikjagluggann.


Athugasemdir
banner