Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. október 2021 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reina um sigurmark Ronaldo: Allan daginn rangstaða
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Pepe Reina, fyrrum markvörður Liverpool, var allt annað en sáttur með sigurmarkið sem Cristiano Ronaldo gerði fyrir Manchester United gegn Villarreal í Meistaradeildinni síðasta miðvikudagskvöld.

Reina er einnig fyrrum markvörður Villarreal og það var því ansi vont fyrir hann að sjá boltann í markinu.

Ronaldo gerði markið í blálokin og fagnaði með því að rífa sig úr að ofan. Á meðan var Reina að rífast á Twitter.

„Þetta var allan daginn rangstaða," skrifaði Reina á Twitter og birti svo mynd.

Honum fannst Jesse Lingard vera rangstæður. Lingard hafði klárlega áhrif á markvörð Villarreal þar sem hann var beint fyrir framan hann.

Það var VAR á leiknum en þeim fannst ekkert athugavert við markið og fékk það að standa. Það gerði Reina mjög pirraðan.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Ronaldo kom, sá og sigraði á síðustu stundu



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner