fös 01. október 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Atli kom Sigga „núll á óvart" - „Engin spurning að selja hann"
Siggi ánægður með sinn mann.
Siggi ánægður með sinn mann.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Baseball fagnið fræga
Baseball fagnið fræga
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon skoraði tíu af átján mörkum Leiknis í Pepsi Max-deildinni í sumar og var í ágúst seldur til Lyngby í Danmörku. Samningur Sævars var að renna út og hefði hann gengið í raðir Breiðabliks ef hann hefði verið áfram á Íslandi.

Sævar var valinn í lið ársins og valinn efnilegasti leikmaðurinn í efstu deid hér á Fótbolti.net.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var til viðtals í gær og var spurður út í Sævar, markaskorunina og Sólon Breka Leifsson

Er það verkefni vetrarins að finna mann í stað Sævars og jafnvel að ná að virkja fleiri í markaskoruninni?

„Já, klárlega. Við þurfum 2-3 leikmenn fram á við og þeir þurfa helst að geta skorað mörk. Það er klárlega einhver vinna sem mun fara í það að reyna koma fleiri mörkum á fleiri leikmenn, þar á meðal menn sem eru nú þegar hjá félaginu. Ég held að það verði ekkert mál."

Hvað er að frétta af Sóloni? Er hann að íhuga að hætta vegna meiðsla?

„Hann er að taka frí eftir hrikalega erfitt ár. Við hittumst eftir 2-3 vikur og förum yfir hans mál. Það er búið að vera mjög erfitt hjá honum og við sjáum hvernig það fer."

Kom þér á óvart hversu öflugur Sævar Atli var svona nánast í sinni frumraun (spilaði einn leik árið 2015) í efstu deild?

„Nei, bara alls ekki. Ég held að hann hafi skorað átján mörk í tólf leikjum á undirbúningstímabilinu, hann var geggjaður í vetur. Þetta kom mér bara núll á óvart."

Þegar ákveðið var að selja Sævar var þá horft í stöðuna í deildinni áður en ákvörðunin var tekin?
Leiknir var með átján stig eftir fimmtán umferðir þegar Sævar fór til Lyngby.

„Það hafði klárlega áhrif. Við vissum að þetta myndi hafa áhrif á liðið, sérstaklega af því glugginn var lokaður og við gátum ekki fengið neinn inn í staðinn. En við vorum með Sólon að koma úr meiðslum og hann var búinn að líta hrikalega vel út, við vorum spenntir að sjá hann taka við keflinu en svo meiðist hann í fyrsta leik eftir að Sævar fer."

„Eftir á að hyggja var frábær ákvörðun að selja Sævar og á þeim tímapunkti var engin spurning að selja hann,"
sagi Siggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner