Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 01. október 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds áfram hjá Leikni - Ofboðslega stoltur af sumrinu
Höfðu alltaf trú á því að þeir myndu halda sér uppi
Höfðu alltaf trú á því að þeir myndu halda sér uppi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hefur ekki áhyggjur af stigasöfnunni í lok tímabils.
Hefur ekki áhyggjur af stigasöfnunni í lok tímabils.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikni var ekki spáð merkilegu gengi í Pepsi Max-deildinni í sumar. Fáir höfðu trú á því að liðið myndi ná að halda sæti sínu í deildinni. Leiknir var í annað skiptið í sögunni í efstu deild eftir að hafa endað í 2. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, hafði þó fulla trú á verkefninu. Fótbolti.net ræddi við Sigga í gær og spurði hann út í tímabilið og framtíðina.

Er pottþétt að þú verðir áfram þjálfari Leiknis á næsta tímabili?
„Já, ég er með samning og það er ekkert í spilunum að það sé að fara breytast. Ég vil halda áfram að byggja ofan á það sem við erum búnir að vera að gera," sagði Siggi sem sagðist, aðspurður, ekki hafa fengið símtöl frá öðrum félögum.

Hefuru áhyggjur af því hvernig tímabiið endaði?
Leiknir tapaði síðustu fjórum leikjum sínum í deidinni.

„Við fengum ekki mikið af stigum í síðustu fimm leikjum. Frammistaðan í tveimur af þessum leikjum var mjög góð og miðað við tölfræðina úr leiknum gegn Keflavík í næstsíðustu umferð þá var það mjög nálægt því að vera okkar besti leikur í sumar."

„Mér finnst svolítið hart að dæma liðið út frá stigasöfnuninni í lokin þegar liðið sýndi mjög góða frammistöðu í tveimur leikjanna. Ég held að þetta hafi ekki nein áfram nema bara góð."


Leiknir endaði í 8. sæti í deildinni og eins og fyrr segir voru fáir sem höfðu trú á Leikni í sumar. Ertu stoltur af árangrinum í sumar?

„Já, ofboðslega stoltur. Ég held að okkur hafi verið spáð neðsta sæti í 90% af öllum spám og alveg langneðstum í sumum, þegar verið var að telja einhver atkvæði. Ég fann það einhvern veginn á hópnum að við værum aldrei að fara falla og að þetta yrði gott sumar. Við vorum góðir í vetur og að vera komnir með 21 stig þegar það voru sjö umferir eftir, það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af og sáttur með."

Hjálpaði að vera spáð neðsta sætinu?

„Já, örugglega. Ég held að það hjálpi alltaf að einhverju leyti. Þetta kom mér mjög á óvart miðað við spilamennskuna í fyrra og í vetur. Ég bjóst við því að fólk hefði séð hversu gott 'game' var í gangi."

„Það kom sérstaklega á óvart að við vorum langneðstir í spá þjálfara og fyrirliða. Ég held að það hafi haft mjög jákvæð áhrif á mannskapinn að ná að afsanna það. Það var hægt að nota það sem innspýtingu að allir voru að segja að við værum langlélegasta liðið í deildinni. Við nýttum það klárlega,"
sagði Siggi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner