Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 01. október 2021 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær ósáttur við leikjaplanið: Engar útskýringar
Solskjær er ekki sáttur.
Solskjær er ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ósáttur með að þurfa að spila í hádeginu á morgun.

Man Utd mætir Everton í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. United spilaði síðast gegn Villarreal í Meistaradeildinni á miðvikudag og því ekki löng hvíld fyrir lærisveina Solskjær. Hann er ósáttur með að fá ekki leik á sunnudaginn frekar.

„Við fengum enga útskýringu. Þetta er sjónvarpið, og þar hugsa menn ekki málin til enda," sagði Solskjær.

„Við lentum í sömu stöðu í fyrra þegar við flugum til baka frá Tyrklandi. Við og Chelsea spiluðum á miðvikudag. Við hefðum auðveldlega getað spilað á sunnudag, og þá hefði verið hægt að setja leik Liverpool og Man City á morgundaginn."

Liverpool og Man City spiluðu bæði í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Þessi lið mætast á sunnudag og fá því mun lengri hvíld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner