Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. október 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvær sturlaðar staðreyndir um leik Vestra og Víkings
Heimavöllur KR.
Heimavöllur KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanúrslitaleikur um bikarinn.
Undanúrslitaleikur um bikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi.
Víkingur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Vestri á leik gegn Víkingi á Meistaravöllum á morgun. Leikurinn er heimaleikur Vestra en þar sem Olísvöllurinn á Ísafirði er ekki leikfær var leikurinn færður til Reykjavíkur.

Meistaravellir er heimavöllur KR og er mikið undir fyrir KR í leiknum. Ef Víkingur verður bikarmeistari fær KR þriðja og síðasta Evrópusætið. Ef Víkingur verður ekki bikarmeistari fer það lið sem vinnur bikarinn í Evrópukeppni.

Það er því mjög sennilegt að ef einhverjir KR-ingar mæta á sinn heimavöll á morgun að þeir muni styðja Víking í leiknum. Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, var meðvitaður um þá staðreynd en vonaðist eftir því að Ísfirðingar og aðrir landsmenn, fyrir utan Víkinga að sjálfsögðu, myndu styðja Vestra í leiknum.

Það er önnur athyglisverð staðreynd við leikinn á morgun því aðra umferðina í röð er Vestri að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum í bikarnum. Liðið sló út Val í 8-liða úrslitum og var Valur þá ríkjandi meistari. Síðan þá varð Víkingur Íslandsmeistari og spilar leikinn á morgun sem slíkur.

Jón Þór kom inn á þessar staðreyndir í viðtali við Fótbolta.net sem birt var fyrr í dag.

KR, sem lánar ykkur völlinn, á möguleika á Evrópusæti en þarf að treysta á að þið tapið gegn Víkingi

„Já, það er alveg ljóst að KR á mikið undir í þessum leik. Þeri vonast eftir því að við töpum þessum leik eins og allir Víkingar. Ég á von á því að það verði fjölmargir sem verða á móti okkur í þessum leik," sagði Jón Þór.

„Sem betur fer höfum við mjög sterkt bakland og ég geri ráð fyrir því að aðrir landsmenn flykkist á bakvið okkur og styðji okkur í þessum leik gegn Íslandsmeisturunum. Það er áskorun sem við verðum að takast á við."

„Okkur bíður gríðarlega erfitt verkefni og annan bikarleikinn í röð erum við að spila á móti ríkjandi Íslandsmeisturum sem er önnur sturluð staðreynd,"
sagði Jón Þór í viðtalinu.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Vestra hittast á Rauða Ljóninu fyrir leik
Gunni giskar á bikarinn - Úrslitaleikur og vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner