fös 01. nóvember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
20 félög berjast um Haaland - Seldur næsta sumar?
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Austurríska félagið Red Bull Salzburg er opið fyrir því að selja norska framherjann Erling Braut Haaland næsta sumar en stærstu félög Evrópu bíða í röð eftir honum.

Samkvæmt frétt The Guardian eru Manchester United og Juventus líklegustu félögin í baráttunni í dag en 20 félög eru á eftir leikmanninum.

Manchester United vildi fá Haaland frá Molde árið 2018 áður en hann fór til Salzburg.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, þekkir Haaland vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde 2017 og 2018.

Á meðal annara félaga sem hafa áhuga eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Manchester City, Arsenal, Bayern Munchen, Chelsea og Napoli.

Haaland hefur skorað 22 mörk í 15 leikjum á þessu tímabili en hann er markahæstur í Meistaradeildinni í augnablikinu með sex mörk.

Verðmiðinn á honum hefur rokið upp síðan Salzburg keypti hann á 7,7 milljónir punda í janúar. Líklegt er að Haaland muni fara á 51 milljón punda næsta sumar.

Sjá einnig:
Hver er 19 ára Norðmaðurinn sem er að slá í gegn? (18. september)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner