Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 01. nóvember 2019 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn um helgina - Sevilla tekur á móti Atletico
Granada menn hafa komið öllum á óvart, þeir taka á móti Real Soicedad á sunnudaginn.
Granada menn hafa komið öllum á óvart, þeir taka á móti Real Soicedad á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Barcelona heimsækir Levante.
Barcelona heimsækir Levante.
Mynd: Getty Images
Baráttan um efstu sætin í spænsku úrvalsdeildinni er ansi jöfn og spennandi. Lið eins og Atletico Madrid, Barcelona og Real Madrid eru á sínum stað í toppbaráttunni en það er eitt lið þar sem enginn átti von á í toppbaráttu.

Granada sat eitt á toppi deildarinnar eftir 10. umferð. Það verður því athyglisvert að sjá hvort þeim tekst að endurtaka leikinn þessa helgina.

Fyrsta leik helgarinnar eiga hins vegar Espanyol og Valencia í hádeginu á morgun. Klukkan 15:00 verður flautað til leiks í viðureign Levante og Barcelona.

Stórleikur helgarinnar fer fram á morgun þegar Sevilla tekur á móti Atletico Madrid, liðin eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti. Lokaleikur morgundagsins er leikur Real Madrid og Real Betis.

Sex leikir fara fram á sunnudaginn, flautað verður til leiks í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00, Real Valladolid tekur þá á móti Mallorca.

Athletic Bilbao heimsækir Villarreal klukkan 13:00, aðeins munar einu stigi á liðunum í 7. og 8. sæti. Osasuna og Alaves mætast klukkan 15:00.

Tveir leikir fara fram klukkan 17:30, þar mætast annars vegar Leganes og Eibar og hins vegar Celta Vigo og Getafe.

Lokaleikur umferðarinnar fer fram á sunnudagskvöld þegar nýliðarnir í Granada taka á móti Real Sociedad.

Laugardagur 2. nóvember.
12:00 Espanyol - Valencia
15:00 Levante - Barcelona (Stöð 2 Sport)
17:30 Sevilla - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Real Madrid - Betis (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur 3. nóvember.
11:00 Valladolid - Mallorca
13:00 Villarreal - Athletic
15:00 Osasuna - Alaves
17:30 Leganes - Eibar
17:30 Celta - Getafe
20:00 Granada CF - Real Sociedad
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner