sun 01. nóvember 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander-Arnold bætti úrvalsdeildarmet
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold. hægri bakvörður Liverpool, bætti úrvalsdeildarmet þegar hann var í sigurliði Liverpool gegn West Ham United í gær.

Hann spilaði þá sinn hundraðasta leik í ensku úrvalsdeildinni og var þetta sigur númer 77. Alexander-Arnold er því sneggsti útileikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar til að ná í 77 sigra og sá fyrsti til að gera það í 100 leikjum.

Alexander-Arnold er 22 ára gamall og hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í sterku liði Liverpool og enska landsliðinu.

Edouard Mendy gekk í raðir Chelsea í lok september og hefur verið frábær frá komu sinni til félagsins. Hann varð í gær fyrsti markvörður félagsins til að halda hreinu í þremur fyrstu úrvalsdeildarleikjum sínum síðan Petr Cech gerði það við komu sína í enska boltann 2004.

Vörn Chelsea lítur mikið betur út eftir komu Mendy sem hefur haldið hreinu í fimm af sex leikjum í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner