Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. nóvember 2020 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Bale: Var ekki búinn að skora síðan í janúar
,,Höfum gæðin til að berjast um allt"
Mynd: Getty Images
Gareth Bale skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham eftir rúmlega sjö ára fjarveru.

Hann kom inn af bekknum í hörkuleik gegn Brighton í kvöld og breytti gangi mála. Bale var skipt inn á 70. mínútu, hann gerði sigurmarkið og var valinn maður leiksins í einkunnagjöf Sky Sports.

„Þetta er frábær tilfinning, það er mjög gott að koma inn af bekknum og skora aftur fyrir Tottenham. Ég vildi bara óska þess að stuðningsmennirnir hefðu verið þarna," sagði Bale.

„Þetta var gott mark fyrir mig en ég var ekki búinn að skora síðan í janúar. Ég hef reyndar bara spilað fimm leiki síðan í janúar en þetta hljómar mikið verra talið í mánuðum.

„Við erum spenntir fyrir samkeppninni sem er framundan. Það er mikið af góðum liðum í kringum okkur og við þurfum að halda fótunum á jörðinni. Við vitum samt vel að við höfum gæðin til að berjast um allt."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner