Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 01. nóvember 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Nordsjælland skellt - Löglegt mark dæmt af Amöndu
Mynd: Nordsjælland
Nordsjælland 1 - 5 KoldingQ
1-0 A. Vangsgaard ('31)
1-1 I. Guldager ('52)
1-2 C. Floe ('77)
1-3 E. Hoppe ('87)
1-4 M. Plasmann ('89)
1-5 E. Hoppe ('90)

Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á 62. mínútu, í stöðunni 1-1, er Nordsjælland mætti KoldingQ í efstu deild kvenna í Danmörku.

Nordsjælland gerði eina markið í fyrri hálfleik en gestirnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik og hélst staðan jöfn 1-1 þar til KoldingQ tók forystuna á 76. mínútu.

Nordsjælland brást við með að blása til sóknar en var refsað grimmilega, með þremur mörkum á fjögurra mínútna kafla á lokasprettinum.

Lokatölur urðu því 1-5 fyrir KoldingQ en liðin eru á svipuðu róli um miðja deild þar sem aðeins eitt stig skilur liðin að.

Amanda kom knettinum í netið í leiknum en markið var ekki dæmt gilt því aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu. Endursýning sýnir að sá dómur var kolrangur.


Athugasemdir
banner
banner