Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. nóvember 2020 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Þriðja tap Bröndby í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ålborg 2 - 1 Bröndby
1-0 I. Fossum ('32)
1-1 M. Uhre ('39)
2-1 T. van Weert ('85)

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby gegn Ålborg og var inná allt þar til á lokamínútunum þegar blása þurfti til sóknar.

Fyrri hálfleikur var jafn og fóru liðin inn í leikhlé í stöðunni 1-1. Í síðari hálfleik virtust heimamenn í Álaborg skipta um gír. Þeir tóku völdin á vellinum en náðu ekki að skora fyrr en rétt undir lokin.

Það reyndist of mikið fyrir Bröndby en þjálfari liðsins skipti Hirti af velli til að bæta sóknarmanni á völlinn.

Álaborg verðskuldaði sigurinn en þetta var þriðja tapið í röð hjá Hirti og félögum.

Bröndby er með 12 stig eftir 7 umferðir, Álaborg er með 11 stig.

Kaupmannahöfn átti þá leik við Lyngby og vann 4-2. Ragnar Sigurðsson var ekki í hópi FCK vegna meiðsla og var Frederik Schram ekki í hópi hjá Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner
banner