Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. nóvember 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Tottenham og Brighton: Bale bestur af bekknum
Mynd: Getty Images
Tottenham og Brighton áttust við í síðasta leik dagsins í enska boltanum og höfðu heimamenn betur þökk sé mörkum frá Harry Kane og Gareth Bale. Sky Sports gaf leikmönnum einkunnir og var Bale besti maður vallarins þrátt fyrir að hafa komið inn af bekknum.

Bale kom inn á 70. mínútu og breytti gangi mála. Fyrst átti hann skalla á Harry Kane sem klúðraði með að setja boltann í stöngina úr dauðafæri en síðan skoraði hann laglegt skallamark eftir frábæra fyrirgjöf frá Sergio Reguilon.

Bale er einn af þremur mönnum vallarins sem fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt. Hinir tveir eru Reguilon og Pierre-Emile Hojbjerg. Tanguy Ndombele þótti lakastur í liði heimamanna en honum var skipt út fyrir Giovani Lo Celso á 64. mínútu.

Leikmenn Brighton fá fínar einkunnir enda áttu þeir fínasta leik. Adam Lallana og Leandro Trossard þóttu verstir og fá 5 í einkunn eins og Ndombele.

Tottenham: Lloris (7), Doherty (6), Alderweireld (7), Dier (7), Regulion (8), Sissoko (7), Hojbjerg (8), Lamela (6), Ndombele (5), Son (6), Kane (7).
Varamenn: Lo Celso (6), Bale (8)

Brighton: Sanchez (7), Webster (6), Veltman (6), Burn (6), Lamptey (7), White (7), Bissouma (7), Lallana (5), Gross (7), March (7), Trossard (5).
Varamenn: Bernardo (6), Welbeck (6)
Athugasemdir
banner