Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 01. nóvember 2020 17:28
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: City meistari eftir framlengingu
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 3 Man City
0-1 Sam Mewis ('40)
1-1 Valerie Gauvin ('60)
1-2 Georgia Stanway ('111)
1-3 Janine Beckie ('122)

Manchester City tryggði sér í dag sinn annan bikarmeistaratitil í röð í enska kvennaboltanum.

Man City mætti Everton á Wembley og leiddi í leikhlé þökk sé marki frá bandarísku landsliðskonunni Sam Mewis.

Í síðari hálfleik jafnaði Valerie Gauvin metin fyrir Everton og fór leikurinn í framlengingu.

Þegar komið var í framlengingu tók Man City stjórn á leiknum en fyrstu 90 mínúturnar höfðu verið frekar jafnar, þar sem City hékk á boltanum á meðan Everton beitti skyndisóknum.

Georgia Stanway skoraði í síðari hálfleik framlengingarinnar og innsiglaði Janine Beckie sigurinn í uppbótartíma.

Þetta var þriðji bikarmeistaratitill Man City í kvennaboltanum. Sá fyrsti kom 2017.
Athugasemdir
banner
banner