Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. nóvember 2020 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsti útisigur Arsenal gegn toppliði í næstum 6 ár
Mynd: Getty Images
Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford í dag og uppskar sigur þökk sé vítaspyrnumarki Pierre-Emerick Aubameyang í síðari hálfleik.

Þetta var afar mikilvægur sigur fyrir Arsenal af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þess að liðið hafði ekki unnið stórlið úr enska boltanum á útivelli síðan í janúar 2015.

Það eru 29 útileikir án sigurs. Á sama tíma er þetta sjötti heimaleikurinn í úrvalsdeildinni í röð sem Man Utd tekst ekki að sigra. Liðinu hefur ekki gengið svona illa á Old Trafford síðan 1990.

Þetta var fyrsti sigur Arsenal á Old Trafford í 14 ár.

Stórliðin í enska boltanum eru sex talsins. Chelsea, Liverpool, Man City, Man Utd og Tottenham auk Arsenal. Lið á borð við Leicester og Everton hafa verið að banka á dyrnar að undanförnu og reyna að blanda sér í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner