banner
   sun 01. nóvember 2020 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Kvöldfréttir Stöð 2 
Guðni um kröfu KR: Kem­ur ekki á óvart en auðvitað viss von­brigði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR sendi í gær frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunnar KSÍ á föstudag. KSÍ ákvað að Íslandsmótinu yrði slaufað og samkvæmt reglugerð endar KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla og í neðsta sæti Pepsi Max-deildar kvenna. KR missir því af Evrópusæti karlamegin og missir sæti sitt í deildinni kvennamegin.

„Stjórn knattspyrnudeildar KR ákvað á fundi sínum nú morgun að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ, um að hætta keppni í Íslands- og bikarmóti, til árýjunardómstóls sambandsins. KR telur að ákvörðun stjórnarinnar, er byggir á reglugerð stjórnar, fari gegn ákvæðum laga sambandsins. Þannig hafi stjórn sambandsins ekki verið heimilt að ljúka keppni líkt og gert var. KR ætlar þannig að ákvörðun sambandsins sé ólögmæt og mun krefjast þess að ákvörðun stjórnar verði felld úr gildi." Svona hljóðar yfirlýsing KR.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í þessa ákvörðun KR og annarra félaga í viðtali við Stöð 2 í gær.

„Það kem­ur ekki á óvart en eru auðvitað viss von­brigði. Maður áttar sig á þeim hags­mun­um sem þar eru á ferð og þeir hafa sína skoðun á þessu og vilja fara með sína skoðun fyr­ir okk­ar dóm­stig og það er þeirra rétt­ur. Við virðum og tök­umst á við það,“ sagði Guðni í gær.

Í yfirlýsingum frá Fram og Magna í gær kemur fram að þau eru á sömu blaðsíðu og KR í þessu máli. Fram missir af Pepsi Max-deildar sæti og Magni fellur úr Lengjudeildinni með ákvörðun KSÍ um að slaufa mótinu.


Athugasemdir
banner
banner