Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. nóvember 2020 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Albert í stuði - Með tvennu í fyrsta sigri AZ Alkmaar
Fínasta vika hjá Alberti sem er búinn að gera 3 mörk í 5 leikjum.
Fínasta vika hjá Alberti sem er búinn að gera 3 mörk í 5 leikjum.
Mynd: Getty Images
AZ Alkmaar 3 - 0 Waalwijk
1-0 Calvin Stengs ('5)
1-0 Teun Koopmeiners, misnotað víti ('67)
2-0 Albert Guðmundsson ('72)
3-0 Albert Guðmundsson ('91)

Albert Guðmundsson hefur verið í fantaformi í vikunni og skoraði hann tvennu í 3-0 sigri AZ Alkmaar gegn Waalwijk í kvöld. Albert er þar með búinn að skora fimm mörk í þremur leikjum síðustu átta daga.

AZ lenti aldrei í erfiðleikum með Waalwijk í dag og kom fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu. Teun Koopmeiners fékk tækifæri til að tvöfalda forystuna í síðari hálfleik en hann brenndi af vítapunktinum eftir að Albert hafði fiskað vítaspyrnu.

Skömmu síðar skoraði Albert af stuttu færi og gerði hann svo út um leikinn í uppbótartíma. Bæði mörk Alberts voru alvöru framherjamörk af stuttu færi.

Þetta er fyrsti sigur AZ Alkmaar á nýju deildartímabili. Liðið gerði jafntefli fyrstu fimm umferðirnar þrátt fyrir að hafa sýnt mikla yfirburði í flestum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner