Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. nóvember 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Íslenska deildin sú fyrsta í Evrópu til að hætta keppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta hagsmunasamtaka félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu, benti á það með færslu á Twitter í gær að íslenska deildin er sú eina í Evrópu sem hefur ákveðið að hætta keppni vegna Covid-19 faraldursins.

Birgir birti mynd af Evrópu með upplýsingum um stöðu mála varðandi samkomubann.

Þar eru aðeins nokkrar deildir í pásu vegna Covid en langflestar eru enn í fullu fjöri án áhorfenda, þar sem leikmenn eru taldir nægilega verndaðir til að geta haldið áfram að spila fótbolta.

KSÍ hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að enda tímabilið snemma og eru ýmis félög í efstu deildum sem íhuga að kæra ákvörðunina. Fjórar umferðir eru eftir í efstu deild karla og tvær í efstu deild kvenna.




Athugasemdir
banner
banner
banner