Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. nóvember 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Sjónvarpsveisla í Serie A
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er enginn smá dagur framundan í ítalska boltanum þar sem sex leikir fara fram, þar af þrír í beinni útsendingu.

Það er staðreynd að flest mörk eru skoruð í ítalska boltanum og hafa verið undanfarin ár. Tímabilið í ár virðist ætla að bæta öll met enda hætta mörkin einfaldlega ekki að koma.

Í dag er því hægt að búast við miklu fjöri en dagurinn byrjar á heimaleik Udinese gegn Zlatan Ibrahimovic og félögum í AC Milan. Ítalíumeistarar Juventus, sem hafa farið hikstandi af stað undir stjórn Andrea Pirlo, heimsækja svo nýliða Spezia.

Sá leikur fer fram á sama tíma og viðureign Torino og Lazio sem er afar áhugaverð. Vængbrotið og þreytt lið Lazio gæti lent í miklum erfiðleikum gegn nokkuð öflugum andstæðingum.

Tveir mest spennandi leikir helgarinnar hefjast klukkan 17:00. Roma mætir þar Fiorentina í höfuðborginni á meðan Napoli fær Sassuolo í heimsókn. Í Napolí er hægt að búast við sérstaklega miklu fjöri þar sem tvö léttleikandi sóknarlið mætast.

Lokaleikurinn fer fram í kvöld og er hann einnig afar áhugaverður. Þar mætast Sampdoria og Genoa í blóðugum og frægum grannaslag. Þessir slagir eru þó frægari fyrir gríðarlega baráttu frekar en eitthvað sem tengist gæðum eða markaregni. Sampdoria lítur þó afar vel út undir stjórn Claudio Ranieri í ár.

Leikir dagsins:
11:30 Udinese - Milan (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Spezia - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Torino - Lazio
17:00 Roma - Fiorentina
17:00 Napoli - Sassuolo
19:45 Sampdoria - Genoa (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner