sun 01. nóvember 2020 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Jafnt í vitaslagnum í Genúa
Jankto skoraði glæsilegt mark.
Jankto skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Getty Images
Sampdoria 1 - 1 Genoa
1-0 Jakub Jankto ('23)
1-1 Gianluca Scamacca ('28)

Sampdoria og Genoa áttust við í einum hatrammasta grannaslag ítalska boltans sem einkennast yfirleitt af mikilli baráttu.

Leikurinn í kvöld var ekki öðruvísi en áður þar sem sex spjöld fóru á loft og 36 aukaspyrnur voru dæmdar.

Jakub Jankto kom Samp yfir með glæsilegu skoti utan teigs en Gianluca Scamacca jafnaði fimm mínútum síðar.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en þó fengu bæði lið fínustu færi. Boltinn hafnaði þó ekki í netinu og allir sáttir með eitt stig úr þessum fræga grannaslag.

Samp er með tíu stig eftir sex fyrstu umferðirnar. Genoa er með fimm stig og leik til góða.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner