sun 01. nóvember 2020 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan sá rautt - Arnór og Ísak lögðu upp
Hörður Björgvin hélt hreinu - Svenni og Gústi ekki í hóp
Arnór lagði upp.
Arnór lagði upp.
Mynd: Heimasíða CSKA
Danmörk
OB Óðinsvé vann 1-0 heimasigur á Horsens í dag. Aron Elís Þrándarson kom inn á og lék síðustu átta mínúturnar hjá OB. Kjartan Henry Finnbogason lék hins vegar fyrstu 57 mínúturnar hjá Horsens. Hann fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu. Horsens er í botnsæti deildarinnar og OB í 7. sætinu. Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi OB í dag og sömu sögu má segja af Ágústi Eðvaldi Hlynssyni hjá Horsens.

Svíþjóð
Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn með liði Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg. Ísak lagði upp mark Norrköping fyrir Sead Haksabanovic á 11. mínútu. Ísak fékk þá að líta gula spjaldið á 49. mínútu. Norrköping er í 4. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Evrópusæti.

Rússland
Það var annar Skagamaður í eldlínunni hjá CSKA þegar liðið vann útsigur í Volgograd. Arnór Sigurðsson var kominn í byrjunarliðið og hann lagði upp sigurmarkið í 0-1 útisigri. Markið kom á 41. mínútu og skoraði Alan Dzagoev markið. Arnór lék fyrstu 69 mínúturnar í leiknum. Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í vörninni, lék allan leikinn og hélt hreinu.

Elfsborg 2-1 Norrköping

R. Volgograd 0 - 1 CSKA

OB 1-0 Horsens

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner