Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 01. nóvember 2020 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martröð Hazard á enda - „Gott að vera kominn til baka"
Hazard í leiknum í gær
Hazard í leiknum í gær
Mynd: Getty Images
Eden Hazard hefur alls ekki átt sjö dagana sæla hjá Real Madrid frá komu sinni til félagsins. Hazard var seldur á væna summu síðasta sumar en hafði fyrir gærdaginn einungis skorað eitt deildarmark, glímt við aukakíló og verið mikið fjarverandi vegna meiðsla.

Hazard skoraði í gær fallegt mark í sigri Real á Huesca. Hazard segir það létti að vera kominn til baka og ná að skora.

„Halló, allir! Það er gott að vera kominn aftur á völlinn og að hafa náð að skora fallegt mark," sagði Belginn í myndskeiði sem Real Madrid birti á sínum Twitter-reikningi.

„Þetta var fyrir ykkur stuðningsmenn. Vonandi sé ég ykkur fljótlega," bætti Hazard við.

Hazard var ekki búinn að skora í 392 daga. Hann kostaði Real Madrid 88 milljónir punda síðasta sumar. Þetta var hans annað mark fyrir Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner