Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 01. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nobby Stiles er látinn
Mynd: Getty Images
Nobby Stiles lést á föstudaginn, 78 ára að aldri. Stiles er goðsögn á Englandi, hann var partur af landsliðinu sem vann HM 1966 auk þess að vinna ensku deildina og Evrópubikarinn með Man Utd.

Stiles hefur verið með elliglöp í nokkur ár og er andlátið ekki sagt vera skyndilegt. Fjölskyldan telur mögulegt að knattspyrnuiðkun Stiles hafi orsakað elliglöpin og hvetur til frekari rannsókna á þeim efnum. Fjölskylda Jack Charlton gerði slíkt hið sama eftir andlát hans í júlí.

Stiles og Johnny Giles mynduðu sögulegt teymi hjá Man Utd og endaði Stiles á að giftast systur Giles.

Stiles er þriðji leikmaðurinn úr hópi Englands á HM 1966 sem læst á árinu, eftir Jack Charlton og Norman Hunter.

Haldin var mínútu þögn fyrir leiki gærdagsins í enska boltanum til að minnast Stiles.
Athugasemdir
banner
banner