Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. nóvember 2020 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Alfons lagði upp og Viðar Ari skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted lagði upp sigurmark Bodö/Glimt gegn Kristiansund í norska boltanum í dag.

Alfons lék allan leikinn í hægri bakverði og var staðan 2-2 á lokamínútunum þegar hann átti frábæra fyrirgjöf sem rataði beint í hlaupaleið Kasper Junker.

Alfons og félagar eru með sextán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir af tímabilinu. Liðið þarf aðeins tvo sigra til að tryggja sér titilinn.

Kristiansund 2 - 3 Bodö/Glimt
1-0 A. Pellegrino ('5)
1-1 V. Moberg ('29)
1-2 K. Junker ('45)
2-2 B. Bye ('79)
2-3 K. Junker ('89)

Viðar Ari Jónsson og Jón Guðni Fjóluson mættust í Íslendingaslag í Sandfirði og úr varð hörkuleikur þar sem sex mörk voru skoruð.

Viðar Ari gerði fjórða mark leiksins, það þriðja fyrir Sandefjord, og breytti stöðunni í 3-1 áður en gestirnir náðu endurkomunni í lokin og tryggðu sér stig.

Viðar Ari var snöggur að bregðast við í vítateig andstæðinganna og var fyrstur að hirða frákast eftir markvörslu.

Bæði lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið, sex stigum frá fallhættu.

Sandefjord 3 - 3 Brann
1-0 M. Kreuzriegler ('18)
1-1 R. Taylor ('60)
2-1 H. Singh ('61)
3-1 Viðar Ari Jónsson ('63)
3-2 P. Strand ('69)
3-3 F. Haugen ('95)

Hólmar Örn Eyjólfsson lék þá allan leikinn í hjarta varinarinnar hjá Rosenborg sem lagði Start. Rosenborg stjórnaði gangi mála allan tímann og eftir að markið leit dagsins ljós á 67. mínútu virtist sigurinn aldrei í hættu.

Rosenborg er í Evrópudeildarsæti eftir sigurinn á meðan Start er í harðri fallbaráttu. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start.

Að lokum komu tveir Íslendingar við sögu í jafntefli Viking gegn Stabæk.

Axel Óskar Andrésson spilaði fyrstu 67 mínúturnar í hjarta varnarinnar á meðan Samúel Kári Friðjónsson fékk síðasta hálftímann á miðjunni.

Viking er um miðja deild, með 30 stig úr 22 umfeerðum.

Rosenborg 1 - 0 Start
1-0 C. Holse ('67)
Rautt spjald: El Markini, Start ('92)

Stabæk 1 - 1 Viking
1-0 L. Kassi ('31)
1-1 Z. Bytyqi ('41)
Athugasemdir
banner
banner