Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. nóvember 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pirlo fékk Gullna tapírinn: Óttast ekki að vera rekinn fyrir jól
Mynd: Getty Images
Ítalski grínþátturinn Striscia La Notizia gefur skammarverðlaunin Gullna tapírinn til þess fræga aðila sem er talinn hafa staðið sig verst undanfarna viku.

Andrea Pirlo, nýr þjálfari Juventus, fékk tapírinn afhendan fyrir helgina en Ítalíumeistararnir áttu arfaslaka viku.

Fyrst gerðu þeir jafntefli við Verona í ítölsku deildinni og töpuðu svo á heimavelli gegn Barcelona. Börsungar sýndu yfirburði og unnu 0-2 á Juventus Stadium. Juve hæfði aldrei rammann í leiknum en Alvaro Morata kom knettinum þó þrisvar í netið. Hann var alltaf naumlega rangstæður og því afar svekkjandi kvöld fyrir hann. Cristiano Ronaldo hefur verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur vegna Covid-19.

„Þetta er allt að koma hjá okkur, ég óttast ekki að borða ekki jólakökuna. Ég er fullur sjálfstrausts," sagði Pirlo þegar hann samþykkti tapírinn á afar íþróttamannslegan hátt.

Þegar Pirlo segist ekki óttast að borða ekki jólakökuna meinar hann að hann sé ekki smeykur við að vera rekinn úr starfi sínu hjá Juve fyrir jól.

Juve hefur alls ekki verið sannfærandi á upphafi tímabils en tapið gegn Barcelona var þó það fyrsta á tímabilinu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner