Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 01. nóvember 2020 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba: Gerði heimskuleg mistök því ég var móður
Mynd: Getty Images
Paul Pogba átti slakan leik í 0-1 tapi Manchester United gegn Arsenal í dag og gaf vítaspyrnuna sem varð að eina marki leiksins.

Pogba felldi Hector Bellerin klaufalega innan vítateigs og tekur sökina fyrir tapinu á sig. Hann segist hafa verið móður og það hafi haft áhrif á ákvarðanatökuna auk þess að viðurkenna að hann sé ekki góður að verjast innan vítateigs.

„Við vitum að við stóðum okkur ekki nægilega vel. Ég má ekki brjóta svona af mér innan teigs, ég hélt ég myndi ná til boltans en það var rangt hjá mér. Sigurmarkið þeirra í dag er mér að kenna," sagði Pogba.

„Ég vissi að ég væri í teignum og mér leið eins og ég hafi aðeins snert andstæðinginn. Þetta voru mistök af minni hálfu. Ég var kannski smá móður og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök. Ég mun læra af þessu, ég er ekki sá besti þegar kemur að því að verjast inni í vítateig og þarf að bæta mig þar."

Það var þó ekki aðeins varnarleikurinn sem klikkaði heldur einnig sóknarleikurinn. Pogba var ekki sérlega skapandi í leiknum enda fengu Rauðu djöflarnir ekki mörg færi.

„Við verðum að gera betur en þetta. Allt liðið verður að standa sig betur en þetta byrjar hjá einstaklingunum, þetta byrjar hjá mér.

„Við sköpuðum ekki nóg af færum og í hreinskilni þá bjuggumst við ekki við því að þeir myndu pressa okkur maður á mann. Það er helsta ástæðan fyrir að okkur gekk illa með boltann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner