Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 01. nóvember 2020 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sir Bobby Charlton með heilabilun
Mynd: Getty Images
Goðsögnin Sir Bobby Charlton er með heilabilun, þessu greina enskir miðlar frá í dag. Sir Bobby, sem er 83 ára, var á sínum ferli sem leikmaður landsliðsmaður Englands og á mála hjá Manchester United.

Fréttirnar koma í kjölfarið á því að bróðir Bobby, Jack, féll frá í júlí og á föstudag féll Nobby Stiles frá. Báðir voru þeir greindir með heilabilun seint á lífsleiðinni.

Charlton er af mjög mörgum talinn einn allra besti leikmaður Englands í sögunni og lék hann allar mínútur enska landsliðsins þegar heimsmeistaratitilinn vannst árið 1966. Seinna það ár vann hann til Ballon d'Or verðlaunanna.

Árið 1968 skoraði Bobby tvö mörk í úrslitaleik þegar United varð Evrópumeistari og er hann næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins með 249 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner