Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. nóvember 2020 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Flautaði um leið og skotið fór af stað
Mynd: Getty Images
Sirius og Kalmar gerðu 2-2 jafntefli í efstu deild sænska boltans í dag. Staðan var 2-1 fyrir Sirius þegar Johan Karlsson var með boltann við vítateigslínu Kalmar.

Varnarmenn Kalmar réðu ekki við hann og brutu á honum en Karlsson hélt áfram, náði að snúa sér við og setja boltann í slánna og inn.

Karlsson fékk þó ekki markið því dómarinn blés í flautuna um leið og hann hleypti skotinu af. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu honum í hag.

Aukaspyrnan rataði ekki í netið og náði Kalmar að jafna skömmu síðar.


Athugasemdir
banner