banner
   sun 01. nóvember 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Harry Kane fékk ódýra vítaspyrnu
Harry Kane skoraði sitt 149. úrvalsdeildarmark í dag. Hann jafnaði þar með Les Ferdinand í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Harry Kane skoraði sitt 149. úrvalsdeildarmark í dag. Hann jafnaði þar með Les Ferdinand í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Graham Scott dómari hefur fengið mikla gagnrýni fyrir slaka dómgæslu í 2-1 sigri Tottenham gegn Brighton í kvöld.

Scott var sérstaklega gagnrýndur fyrir tvö fyrstu mörk leiksins. Tottenham gerði fyrra markið úr vítaspyrnu en stórt spurningarmerki hefur verið sett við hvort sá dómur hafi verið réttur.

Harry Kane ætlaði þá að fara í skallabolta við vítateigslínuna en leikmaður Brighton stökk yfir hann og ákvað Scott að dæma vítaspyrnu eftir að VAR herbergið úrskurðaði að atvikið hafði gerst innan vítateigs.

Sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá atvikið með að smella hér.

Seinna í leiknum tók Scott aðra ákvörðun sem kom áhorfendum á óvart, þegar hann leyfði jöfnunarmarki Tariq Lamptey að standa. Leikmenn Tottenham vildu fá dæmt brot í aðdragandanum og voru dómararnir í VAR herberginu sammála því Scott var sendur að VAR skjánum. Hann breytti þó ekki ákvörðun sinni eins og gerist vanalega þegar dómarar eru sendir að skjánum og leyfði markinu að standa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner