Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. nóvember 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Jota skoraði en Mane dæmdur brotlegur
Mynd: Getty Images
Diogo Jota kom inn af bekknum og breytti gangi mála er Liverpool lagði West Ham að velli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Jota kom inn á 70. mínútu í stöðunni 1-1 og var búinn að setja knöttinn í netið skömmu síðar en markið dæmt af eftir inngrip frá VAR herberginu.

Sadio Mane var þá dæmdur brotlegur í aðdraganda marksins þar sem hann fór bæði í Angelo Ogbonna og Lukasz Fabianski með tæklingu. Hann fór í tæklinguna til að reyna að fylgja eigin skoti eftir með því að pota knettinum í netið en Ogbonna var fyrri til.

Diogo Jota skildi ekkert í ákvörðuninni þegar hún var tekin og er málið umdeilt á Englandi. Atvikið má sjá eftir eina og hálfa mínútu af myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner