Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. nóvember 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Milivojevic fékk rautt fyrir stórhættulega tæklingu
Mynd: Getty Images
Luka Milivojevic, fyrirliði Crystal Palace, fékk beint rautt spjald í 2-0 tapi gegn Wolves á föstudagskvöldið.

Martin Atkinson dómari virtist vera með fullkomna sjónlínu á atvikinu en flautaði ekki þegar brotið átti sér stað beint fyrir framan hann. Þess í stað var honum sagt að stöðva leikinn og skokka að skjánum til að skoða atvikið með hjálp myndbandstækninnar.

Þar sá hann hversu hættuleg tækling Milivojevic var í raun og gat ekki gert annað en að gefa honum rautt spjald fyrir.

Atvikið er hægt að sjá eftir um 40 sekúndur af myndbandinu hér fyrir neðan.

Milivojevic straujaði Joao Moutinho sem var nýkominn inná og heppinn að geta haldið leik áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner