sun 01. nóvember 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Pirraður Messi fékk gult spjald
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lionel Messi og félagar í Barcelona náðu aðeins jafntefli í afar pirrandi og svekkjandi leik gegn Alaves í gærkvöldi.

Alaves tók forystuna í fyrri hálfleik og leiddu þar til Antoine Griezmann jafnaði í síðari hálfleik.

Börsungum tókst ekki að sækja sigurinn þrátt fyrir að liggja í sókn allan síðari hálfleikinn og eiga urmul færa.

Messi var orðinn nokkuð pirraður í fyrri hálfleik, ekki aðeins á stöðunni á vellinum heldur einnig vegna dómgæslunnar. Fyrirliðinn vildi sjá dæmda vítaspyrnu þegar Frenkie de Jong var augljóslega ýtt þegar hann var í dauðafæri. Dómarinn virtist í góðri sjónlínu en ákvað að flauta ekki.

Svo vidi Messi fá aukaspyrnu þegar hann taldi vera brotið á sér utan teigs og var pirraður þegar dómarinn stöðvaði leikinn til að hlúa að leikmanni Alaves. Hann sparkaði í boltann af pirringi í sömu andrá og dómarinn labbaði framhjá og fékk óumflýjanlegt gult spjald að launum.

Barcelona hefur ekki farið vel af stað undir stjórn Ronald Koeman og er hinn 33 ára gamli Messi aðeins kominn með eitt mark í sex deildarleikjum. Hann er þó búinn að skora tvö í tveimur í Meistaradeildinni.

Messi er ekki talinn sérlega hamingjusamur hjá Barcelona um þessar mundir eftir að honum var meinað að yfirgefa félagið til að ganga í raðir Manchester City í sumar.

Alavés - Barcelona 38' - Messi yellow card for protesting (kicks the ball), fouls on Messi and De Jong before from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner