Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. nóvember 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Engin þörf að brjóta á - Munu mæta tvíefldir til baka
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir 0-1 tap Manchester United gegn Arsenal. Þetta var sjötti heimaleikurinn í röð í ensku úrvalsdeildinni sem Man Utd tekst ekki að sigra, en svo slæmt gengi hefur ekki sést á heimavelli síðan 1990.

Man Utd er þó búið að eiga góða viku og vann 5-0 gegn RB Leipzig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Svona er fótboltinn, þetta fer upp og niður. Við mættum aldrei til leiks í dag og það er eitthvað sem við þurfum að skoða því við höfum séð hversu góðir þessir leikmenn geta verið. Þetta var stórleikur vikunnar fyrir okkur en því miður vorum við alltof lélegir, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Solskjær.

Pierre-Emerick Aubameyang gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Paul Pogba braut klaufalega af sér innan vítateigs og er Solskjær ekki ánægður með ákvörðun miðjumannsins.

„Við skánuðum í síðari hálfleik en litum illa út í vörn og gáfum þeim vítaspyrnu. Strákurinn (Bellerin) er á leið burt frá markinu, það er engin þörf á því að reyna að taka boltann af honum þarna. Það var ekki mikil snerting en þetta er líklegast réttur dómur.

„Þetta var svekkjandi leikur en við munum halda áfram á okkar braut. Ég er með flottan leikmannahóp sem þráir að sækja og vinna. Þeir fara heim svekktir í kvöld en ég þekki þessa stráka og veit að þeir munu mæta tvíefldir til baka."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner