Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. nóvember 2020 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Jafnt hjá Íslendingaliðum í Evrópubaráttu
Mynd: Twitter
Hammarby 1 - 1 Häcken
0-1 A. Söderlund ('17)
1-1 A. Sher ('91)

Aron Jóhannsson lék allan leikinn er Hammarby rétt náði jafntefli á heimavelli gegn BK Häcken.

Gestirnir frá Gautaborg komust yfir snemma leiks þökk sé marki Alexander Söderlund, fyrrum framherja St. Etienne í Frakklandi.

Häcken var við stjórn stærsta hluta leiksins en undir lokin tókst heimamönnum að pota inn óverðskulduðu jöfnunarmarki.

Óskar Tor Sverrisson kom inn af bekknum og fékk að spila síðustu tíu mínútur leiksins en gat lítið gert í jöfnunarmarkinu.

Bæði lið eru í harðri baráttu um Evrópusæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Þrjú efstu liðin komast í Evrópukeppni og situr Djurgården í þriðja sæti með 42 stig.

Häcken er með 41 stig og Hammarby 40 stig.
Athugasemdir
banner
banner