sun 01. nóvember 2020 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Valerenga áfram í Evrópubaráttu - Oostende tapaði
Mynd: Jørn H. Skjærpe/Dagsavisen
Viðar Örn Kjartansson og Valdimar Þór Ingimundarson mættust í efstu deild norska boltans í kvöld. Viðar Örn var í byrjunarliði Vålerenga sem heimsótti Strömsgodset og þá var hvort lið með annan Íslending á bekknum.

Vålerenga komst yfir snemma leiks þegar Henrik Bjordal fylgdi skoti Viðars Arnar eftir með marki. Leikurinn var nokkuð jafn en Vålerenga náði að pota inn næsta marki leiksins á 76. mínútu, tveimur mínútum áður en VIðari Erni var skipt út fyrir Matthías Vilhjálmsson. Ari Leifsson var ónotaður varamaður hjá Strömsgodset.

Þetta var flottur sigur hjá Vålerenga sem er í harðri baráttu við Molde, Rosenborg og Odd Grenland um Evrópusæti.

Strömsgodset 0 - 2 Vålerenga
0-1 H. Bjordal ('15)
0-2 C. Borchgrevink ('76)

Ari Freyr Skúlason fékk þá að spila síðustu mínúturnar í 1-0 tapi Oostende gegn Standard Liege í efstu deild belgíska boltans.

Ari Freyr hefur verið frá vegna meiðsla að undanförnu en Oostende hefur verið að gera góða hluti í hans fjarveru og er um miðja deild, þremur stigum frá Evrópusætum.

Leikurinn gegn stórliði Standard Liege var nokkuð jafn og svekkjandi að tapa honum með marki í lokin.

Standard Liege 1 - 0 Oostende
1-0 N. Dussenne ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner