Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 01. nóvember 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti aðalliðsleikur Ramsay fyrir Liverpool í kvöld?
Calvin Ramsay í leik með Aberdeen gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli í Sambandsdeildinni í fyrra.
Calvin Ramsay í leik með Aberdeen gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli í Sambandsdeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoski hægri bakvörðurinn Calvin Ramsay gæti spilað sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Liverpool í kvöld, þegar liðið mætir Napoli í Meistaradeild Evrópu.

Þessi 19 ára leikmaður var keyptur frá Aberdeen í sumar en hefur ekki getað spilað vegna bakmeiðsla.

Ramsay lék hér á landi með Aberdeen í fyrra, þegar liðið lék gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli í Sambandsdeildinni.

Liverpool er búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, rétt eins og Napoli.

Ibrahima Konate gæti einnig spilað í kvöld en franski varnarmaðurinn hefur bara spilað tvo leiki á þessu tímabili vegna meiðsla.

A-riðill:
20:00 Rangers - Ajax
20:00 Liverpool - Napoli

1. Napoli 15 stig (komið áfram
2. Liverpool 12 stig (komið áfram)
3. Ajax 3 stig
4. Rangers 0 stig

Liverpool þarf að vinna Napoli með fjögurra marka mun eða meira til að tryggja sér efsta sætið, annars vinnur ítalska liðið riðilinn.

Rangers þarf að vinna Ajax með fimm marka mun eða meira til að ná Evrópudeildarsæti, annars er liðið fallið úr Evrópukeppnum. Í Meistaradeildinni eru innbyrðis viðureignir á undan markatölunni.
Athugasemdir
banner
banner