Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 01. nóvember 2022 08:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Aarons - Arsenal hyggst auka breiddina
Powerade
Ilkay Gundogan.
Ilkay Gundogan.
Mynd: Heimasíða Man City
Max Aarons er orðaður við Man Utd.
Max Aarons er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Danilo er orðaður við Arsenal.
Danilo er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Gundogan, Aarons, Danilo, Gakpo, Semedo, De Jong, Tielemans, Saka og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Það er nóg af áhugaverðum molum.

Manchester City óttast að þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan (32) muni yfirgefa félagið á frjálsri sölu næsta sumar. Hann hefur ekki samþykkt að skrifa undir nýjan samning. (Football Insider)

Manchester United vill binda Marcus Rashford (25) á Old Trafford til að fæla frá áhuga PSG og fleiri félaga. Rashford verður frjálst að ræða við erlend félög í janúar nema hann skrifi undir nýjan samning eða klásúla um eins árs framlengingu á samningi hans verður virkjuð. (Mail)

Manchester United hefur áhuga á að fá enska U21 landsliðsmanninn Max Aarons (22) frá Norwich til að veita Diogo Dalot (23) samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna. Jeremie Frimpong (21), Hollendingur hjá Bayer Leverkusen, er annar kostur. (Sun)

Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski (34) segir að sér líði vel hjá Barcelona og sé ánægður hjá félaginu. Hann segir að það styrki leikmenn fyrir framtíðina að hafa mistekist að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. (La Vanguardia)

Arsenal sendi njósnara til að fylgjast með brasilíska miðjumanninum Danilo (21) hjá Palmeiras í síðustu viku. Arsenal hefur áhuga á að fá hann inn í janúarglugganum. (Sun)

Arsenal er einnig í viðræðum við úrúgvæska vængmanninn Facundo Torres (22) hjá Orlando City. (Evening Standard)

Manchester United hefur enn áhuga á Cody Gakpo (23), vængmanni PSV. Hollendingurinn var nálægt því að ganga í raðir Rauðu djöflanna í sumar. (GiveMeSport)

Chelsea íhugar að gera tilboð í portúgalska varnarmanninn Nelson Semedo (28) hjá Wolves. Honum er ætlað að fylla skarð enska landsliðsmanninn Reece James (22). (Express)

Roberto de Zerbi, stjóri Brighton, vill fá úkraínska miðvörðinn Mykola Matviyenko (26) frá Shaktar Donetsk. Hann er metinn á um 17,2 milljónir punda. (Athletic)

Brasilíski miðjumaðurinn Joao Gomes (21) hjá Flamengo segir að Liverpool sé félag sem hann vilji spila fyrir. Real Madrid er sagt hafa áhuga á honum. (ESPN)

Leicester hyggst ekki selja belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) í janúar þrátt fyrir áhuga Arsenal. (90min)

West Ham er með augastað á Isaiah Jones (23), vængbakverði Middlesbrough. Crystal Palace hefur einnig áhuga. (GiveMeSport)

Bjartsýni ríkir um að Bukayo Saka (21) verði klár fyrir HM. Saka meiddist um helgina en enska sambandið hefur rætt við Arsenal um meiðsli hans. (Mail)

Darren Moore, stjóri Sheffield Wednesday, segir að samningaviðræður við Fisayo Dele-Bashiru (21) séu í gangi en hann er á lokaári samnings síns. (Yorkshire Live)
Athugasemdir
banner
banner