Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. nóvember 2022 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þeir eru aldrei að fara að reka hann"
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joel Matip.
Joel Matip.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð, gegn Nottingham Forest og Leeds.

Frammistaðan hefur alls ekki verið góð. Hægt er að afsaka sig við meiðsli og annað en stóra málið er það að Liverpool er ekki að spila vel og er ekki að ná í góð úrslit.

Rætt var við Óskar Smára Haraldsson, stuðningsmann Liverpool, í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær og var hann spurður út í Jurgen Klopp, stjóra liðsins.

Klopp er gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að hafa gert stórkostlega hluti fyrir félagið. En er sæti hans orðið heitt núna? Liverpool er átta stigum frá Meistaradeildarsæti eftir tvö slæm töp.

„Þeir eru aldrei að fara að reka hann," sagði Óskar Smári en hann telur að Klopp muni alltaf hætta frekar; hann muni vita það hver rétti tímapunkturinn sé fyrir hann að stíga til hliðar.

„Hvað á þá að koma í staðinn?" spurði Óskar jafnframt en það eru ekki margir heillandi möguleikar í boði. Klopp er á sjöunda tímabili sínu hjá Liverpool en þegar hann var búinn að vera það lengi með Borussia Dortmund í Þýskalandi þá fór allt í skrúfuna.

Óskar segist ekki hafa upplifað það að fólk sé komið á þann vagninn að vilja sjá Klopp hverfa á braut.

„Sjö ár er gríðarlega langur tími í þjálfun... en ég hef ekki enn upplifað það hér heima eða úti (að fólk vilji Klopp burt)," sagði Óskar en hann hefur enn trú á því að Liverpool muni ná Meistaradeildarsæti.

„Þetta er búið að vera skelfilegt. Það er hægt að afsaka þetta með meiðslum og öðru, en mér er skítsama um það. Við eigum að vinna svona leiki ef við ætlum að vera í topp fjórum. Spilamennskan heilt yfir hefur verið mjög döpur. Það er ekki stöðugleiki í þessu. Við erum að setja inn Milner þegar okkur vantar mark. Breiddin er lítil og miðjan er skelfileg. Ég veit ekki hvað gerðist við Fabinho."

„Það vantar okkar mikilvægasta varnarmann í Joel Matip," sagði Óskar en hann telur lykilatriði að fá Matip til baka úr meiðslum, hann sé gríðarlega mikilvægur. Þá var talað um brotthvarf Sadio Mane til Bayern München í sumar. Lið séu farin að lesa Liverpool betur eftir að Mane hvarf á braut.

Hægt er að fá hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner