Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 01. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úkraína vill fara á HM í stað Írans
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Úkraínska knattspyrnusambandið telur að Íran eigi skilið refsingu fyrir stöðug mannréttindabrot. Það ríkir mikil ólga í landinu þessa dagana eftir að umfangsmikil mótmæli brutust út um allt land.


Stríðshrjáðum Úkraínumönnum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar eftir tap gegn Wales í umspilinu. Þeir telja sig þó frekar eiga skilið að fara á mótið heldur en Írana vegna ástandsins sem ríkir þar.

BBC greinir frá því að úkraínska knattspyrnusambandið ætli að senda Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, opinbera beiðni þar sem beðið er um að úkraínska landsliðið fái að taka sæti þess íranska á lokamótinu.

Úkraínumenn telja að mótmælin sem ríkja í Íran þessa dagana brjóti reglur varðandi aðildarþjóðir FIFA. Þeir nefna einnig mögulega þátttöku írönsku ríkisstjórnarinnar í stríði Rússlands gegn Úkraínu sem grundvöll fyrir því að Íran eigi ekki að fá að taka þátt á stórmóti í fótbolta. 

Úkraínska knattspyrnusambandið er langt frá því að vera fyrsti hópurinn sem biður um að þátttökuréttur Íran á HM verði dreginn til baka.


Athugasemdir
banner
banner
banner