Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja tímabundnar skiptingar til að tækla höfuðhögg
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Ensku leikmannasamtökin hafa kallað eftir því að sérstakar höfuðhöggsskiptingar verði innleiddar í enska boltann.


Þessi umræða er stundum í gangi en fékk mikinn byr eftir 4-0 tap Aston Villa gegn Newcastle um helgina. Þar var markverðinum Emiliano Martinez var leyft að spila áfram í tíu mínútur eftir að hafa fengið höfuðhögg.

Martinez fékk höfuðhöggið eftir um 25 mínútna leik og skoðuðu læknarnir hann í nokkrar mínútur meðan leikurinn tafðist. Eftir skoðun var ákveðið að hleypa honum aftur inn á völlinn en tíu mínútum síðar, á 35. mínútu, var Martinez loks skipt út fyrir Robin Olsen, sem endaði með að fá fjögur mörk á sig.

Leikmannasamtökin vilja innleiða sérstakar, tímabundnar höfuðhöggsskiptingar. Ef leikmaður verður fyrir höfuðhöggi verður hægt að skipta honum útaf í allt að tíu mínútur á meðan læknateymið gengur úr skugga um að allt sé með felldu.

Þegar tíu mínútur eru liðnar yrði skiptingin annað hvort dregin til baka eða látin standa.

„Reglur enska boltans setja heilsu leikmanna einfaldlega í hættu. Eins og reglurnar eru núna þá hafa læknateymi ekki raunhæfan tíma til að meta hvort leikmaður hafi fengið heilahristing eða ekki áður en ákvörðun er tekin um hvort hann geti haldið áfram að keppa," segir Dr. Adam White, sem er yfirmaður heiladeildar leikmannasamtakanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner