Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sociedad vann orrustuna um Baskaland
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Sociedad 3 - 2 Athletic Bilbao
1-0 Brais Mendez ('38 )
1-1 Gorka Guruzeta ('42 )
2-1 Goncalo Guedes ('47 )
2-2 Robert Navarro ('79 )
3-2 Jon Gorrotxategi ('92 )

Real Sociedad tók á móti Athletic Bilbao í bardaganum um Baskaland og úr varð mikill markaleikur.

Sociedad byrjaði tímabilið hörmulega og var aðeins búið að skora 8 mörk í 9 fyrstu deildarleikjunum sínum en núna er vindurinn byrjaður að blása í aðra átt.

Sociedad vann 3-2 gegn Athletic í dag og er þetta annar sigur liðsins í röð í deildinni.

Brais Méndez tók forystuna fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks en Gorka Guruzeta jafnaði metin fyrir leikhlé.

Goncalo Guedes endurheimti forystuna í upphafi síðari hálfleiks eftir undirbúning frá Méndez en aftur tókst gestunum að jafna, svo staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma.

Dómarateymið bætti sjö mínútum við leiktímann og tókst heimamönnum að gera sigurmark í uppbótartímanum, lokatölur 3-2.

Sociedad flýgur upp úr fallsæti og er núna með 12 stig eftir 11 umferðir. Athletic er tveimur stigum þar fyrir ofan eftir slakt gengi í október.

Orri Steinn Óskarsson er enn að glíma við meiðsli og var ekki í hóp hjá Sociedad.
Athugasemdir
banner
banner